Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Jónsson

(11. maí 1836– ? )

Skáld.

Foreldrar: Jón í Langholti, síðar á Söndum í Meðallandi Brynjólfsson (prests í Langholti í Meðallandi) og kona hans Evlalía Erlendsdóttir í Bakkakoti í Meðallandi. Vel gefinn maður og orkti nokkuð.

Pr. er eftir hann: Rímur af Sörla sterka (orktar 1859), dvalizt víða.

Kona (18. júlí 1857): Ingibjörg Bjarnadóttir.

Börn Brynjólfur að Merkisteini á Eyrarbakka, Bjarni á Lambastöðum í Flóa, Kristín á Hryggjum, Sigurveig í Vík í Mýrdal, Ingibjörg (Blanda V).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.