Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Vigfús Jóhannsson
(um 1683–1762)
Prestur.
Foreldrar: Síra Jóhann Þórðarson í Laugardælum og f. k. hans Svanborg Guðmundsdóttir prests sst., Bjarnasonar. Tekinn í Skálholtsskóla (efra bekk) 1700, stúdent 1703. Var heyrari í Skálholtsskóla, að því er virðist, í viðlögum 1704–8, en að fullu 1708–11. Fekk Útskála og Hvalsnes 5. jan. 1711, vígðist 18. s.m. Það henti hann algáðan við altarisgöngu 10. maí s.á., að hann veitti vínið á undan brauðinu. Vildi þá Oddur lögmaður Sigurðsson, að hann missti prestakallið fyrir þessi afglöp, en byskup og prestastefna, að hann héldi og lyki sekt nokkura, varð um þetta stapp nokkurt, og gegndi síra Vigfús báðum prestaköllunum til 1716, er út kom konungsúrskurður, um að hann skyldi hafa fyrirgert prestskap, og var hann raunar dags. 23. dec. 1712, en gleymzt hafði að senda hann til landsins. Bjó hann síðan í Hvalsnesi, þókti drykkfelldur og deilugjarn.
Fekk loks 1735 Hvalsnes með útkirkjum (Njarðvík og Kirkjuvogi). Árið 1739 sór hann fyrir barnsfaðernislýsing. Fekk Kaldaðarnes 1742, tók þar við vorið 1743 og bjó í Kálfhaga, sagði af sér prestskap 16. sept. 1757. Jón byskup Árnason telur hann skynsaman hæfileikamann, en í skýrslum Harboes fær hann lélegan vitnisburð, og mun mest hafa borið til drykkfelldni hans. Hann var skáldmæltur (sjá Lbs.).
Kona 1 (21. 52 okt. 1714). Vilborg (d. 6. sept. 1715, á 30. ári) Árnadóttir prests á Þingvöllum, Þorvarðssonar; þau bl.
Kona 2: Auðbjörg Gunnarsdóttir prests í Kálfholti, Einarssonar.
Börn þeirra: Jóhann að Votmúla, Páll sst., Sigurður, Ólöf átti Vigfús í Valdakoti Álfsson prests í Kaldaðarnesi, Gíslasonar (HÞ: SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Jóhann Þórðarson í Laugardælum og f. k. hans Svanborg Guðmundsdóttir prests sst., Bjarnasonar. Tekinn í Skálholtsskóla (efra bekk) 1700, stúdent 1703. Var heyrari í Skálholtsskóla, að því er virðist, í viðlögum 1704–8, en að fullu 1708–11. Fekk Útskála og Hvalsnes 5. jan. 1711, vígðist 18. s.m. Það henti hann algáðan við altarisgöngu 10. maí s.á., að hann veitti vínið á undan brauðinu. Vildi þá Oddur lögmaður Sigurðsson, að hann missti prestakallið fyrir þessi afglöp, en byskup og prestastefna, að hann héldi og lyki sekt nokkura, varð um þetta stapp nokkurt, og gegndi síra Vigfús báðum prestaköllunum til 1716, er út kom konungsúrskurður, um að hann skyldi hafa fyrirgert prestskap, og var hann raunar dags. 23. dec. 1712, en gleymzt hafði að senda hann til landsins. Bjó hann síðan í Hvalsnesi, þókti drykkfelldur og deilugjarn.
Fekk loks 1735 Hvalsnes með útkirkjum (Njarðvík og Kirkjuvogi). Árið 1739 sór hann fyrir barnsfaðernislýsing. Fekk Kaldaðarnes 1742, tók þar við vorið 1743 og bjó í Kálfhaga, sagði af sér prestskap 16. sept. 1757. Jón byskup Árnason telur hann skynsaman hæfileikamann, en í skýrslum Harboes fær hann lélegan vitnisburð, og mun mest hafa borið til drykkfelldni hans. Hann var skáldmæltur (sjá Lbs.).
Kona 1 (21. 52 okt. 1714). Vilborg (d. 6. sept. 1715, á 30. ári) Árnadóttir prests á Þingvöllum, Þorvarðssonar; þau bl.
Kona 2: Auðbjörg Gunnarsdóttir prests í Kálfholti, Einarssonar.
Börn þeirra: Jóhann að Votmúla, Páll sst., Sigurður, Ólöf átti Vigfús í Valdakoti Álfsson prests í Kaldaðarnesi, Gíslasonar (HÞ: SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.