Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Illugason

(– – 1669)

Prestur.

Foreldrar: Illugi lögréttumaður Vigfússon á Kalastöðum og kona hans Sesselja Árnadóttir prests í Holti undir Eyjafjöllum, Gíslasonar. Er orðinn prestur 16. febr. 1624 og þá kirkjuprestur í Skálholti, fekk Setberg 1630 (fremur en 1629) og hélt til æviloka.

Kona (kaupmáli 8. sept. 1632): Bergljót Loptsdóttir prests að Setbergi, Skaftasonar.

Börn þeirra: Síra Illugi að Setbergi, Hallur öl stúdent í Spjör, Kristín átti síra Gísla Einarsson að Helgafelli, Karítas átti síra Sigurð Halldórsson í Nesþingum, Ragnhildur átti Teit gullsmið Hallsson að Saxahóli (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.