Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Vigfús Helgason
(18. öld)
Spítalahaldari á Hallbjarnareyri, skáld.
Foreldrar: Helgi Helgason í Þrengslabúð (Vigfússonar prests, Helgasonar) og kona hans, er Ó. Sn. nefnir Kristínu Kristjánsdóttur (hvað sem hæft er í því). Talinn vel að sér. Um kveðskap hans sjá Lbs. (þ.á.m. rímur af Hrólfi kraka, hrakningsríma Sigurðar Steindórssonar).
Kona: Ingibjörg Helgadóttir „tíuauraskeggs“, Sigurðssonar.
Börn þeirra voru: Síra Ásgrímur að Laugarbrekku, Jóhanna átti Bjarna Bogason í Mávahlíð, Sigríður f.k. Þórðar hreppstjóra Tómassonar í Skjaldartröð og Syðri Görðum (Hofgörðum), Helgi smiður strauk til Hollands vegna saka (BB. Sýsl.; SGrBf.).
Spítalahaldari á Hallbjarnareyri, skáld.
Foreldrar: Helgi Helgason í Þrengslabúð (Vigfússonar prests, Helgasonar) og kona hans, er Ó. Sn. nefnir Kristínu Kristjánsdóttur (hvað sem hæft er í því). Talinn vel að sér. Um kveðskap hans sjá Lbs. (þ.á.m. rímur af Hrólfi kraka, hrakningsríma Sigurðar Steindórssonar).
Kona: Ingibjörg Helgadóttir „tíuauraskeggs“, Sigurðssonar.
Börn þeirra voru: Síra Ásgrímur að Laugarbrekku, Jóhanna átti Bjarna Bogason í Mávahlíð, Sigríður f.k. Þórðar hreppstjóra Tómassonar í Skjaldartröð og Syðri Görðum (Hofgörðum), Helgi smiður strauk til Hollands vegna saka (BB. Sýsl.; SGrBf.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.