Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Hannesson

(um 1653–2. dec. 1714)

Sýslumaður.

Foreldrar: Hannes Skálholtsráðsmaður Helgason í Kolsholti og kona hans Ragnheiður Daðadóttir silfursmiðs að Staðarfelli, Jónssonar. Lærði í Skálholtsskóla og mun hafa orðið stúdent 1674. Bjó í Kolsholti 1681. Varð ráðsmaður Skálholtsstóls 5. júní 1684, sleppti því starfi 1688, bjó það ár að Stóra Hofi í Gnúpverjahreppi.

Fekk vonarbréf fyrir Árnesþingi 12. maí 1694, var þar um hríð lögsagnari, en fekk sýsluna 19. maí 1702 og hélt til æviloka, varð bráðkvaddur að Langholti, en þar hafði hann 50 búið frá 1701. Var vel látinn, en þókti ærslamaður ungur. Var dæmdur í sektir af Páli lögmanni Vídalín 1712, en það mál gekk á Pál síðar í hæstarétti.

Þingbækur hans eru í þjóðskjalasafni.

Kona 1 (1. ágúst 1685). Rannveig (d. af barnsförum 1688) Torfadóttir prests í Gaulverjabæ, Jónssonar. Dóttir þeirra: Sesselja dó í miklu bólu.

Kona 2 (24. júní 1699): Guðríður (f. 13. nóv. 1678) Sigurðardóttir lögmanns, Björnssonar. Af börnum þeirra komst upp: Hannes stúdent að Hofi á Kjalarnesi (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.