Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Gíslason

(um 1671–1707)

Bóndi.

Foreldrar: Gísli rektor Vigfússon og kona hans Guðríður Gunnarsdóttir prests að Hofi á Höfðaströnd, Björnssonar. Var skólagenginn og sennilega stúdent. Var hagmæltur (sjá ÍB. 584, 8vo.: „V.G.“). Bjó að erfðaeign sinni, Hofi á Höfðaströnd, og var auðmaður, andaðist í bólunni miklu.

Kona (1. sept. 1700). Helga (d. í apr. 1743) Jónsdóttir Hólabyskups, Vigfússonar, og voru þau bræðrabörn.

Börn þeirra: Guðrún átti Hans klausturhaldara Scheving að Möðruvöllum, Jón klausturhaldari á Reynistað. Helga ekkja Vigfúsar átti síðar Jens sýslumann Madsen Spendrup (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.