Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Guðbrandsson

(14. sept. 1673–í ágúst 1707)

Prestur.

Foreldrar: Síra Guðbrandur Jónsson að Vatnsfirði og kona hans Elín Hákonardóttir sýslumanns í Bræðratungu, Gíslasonar, Tekinn í Skálholtsskóla 1687, stúdent 1691, fór utan s. á., kom aftur til landsins 1693 og var hjá móður sinni að Látrum í Mjóafirði. Talinn vel að sér. Eftir hann er þýðing Lassenii-hugvekja, Hól. 1723 (almennt eignuð Steini byskupi Jónssyni, þótt nafn hans sé ekki á titilblaðinu), en í handritum 49 lækningabók Henriks Schmidts.

Fleira er honum eignað í heimildum, og mun það nú glatað.

Fekk vonarbréf fyrir Helgafelli 30. apr. 1701, vígðist þangað 1704 og hélt til æviloka, andaðist í bólunni miklu, ókv. og bl. (HÞ.; SGrBf.; Saga Ísl. VI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.