Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Vigfús Guttormsson
(3. júlí [3. júní, Bessastsk. og Vita] 1813–19. mars 1874)
Prestur.
Foreldrar: - Síra Guttormur Pálsson í Vallanesi og kona hans Margrét Vigfúsdóttir prests á Valþjófsstöðum, Ormssonar. F. að Hólmum í Reyðarfirði. Ólst upp með móðurföður sínum til 14 ára aldurs, lærði síðan hjá föður sínum.
Tekinn í Bessastaðaskóla 1831, stúdent 1836, með góðum vitnisburði. Kenndi síðan hjá M. Tvede sýslumanni. Vígðist 27. ág. 1837 aðstoðarprestur föður síns. Fekk Nes 17. apr. 1852, Ás í Fellum 30. okt. 1854 og hélt til æviloka. Fór til Kh. til lækninga 1873 og andaðist þar.
Áhugasamur um landsmál (sjá ritg. í Lbs.).
Kona 1 (1. júlí 1841): Björg Stefánsdóttir 4 prests á Valþjófsstöðum, Árnasonar. Synir þeirra, sem upp komust: Síra Guttormur í Stöð, Páll ritstjóri Austra.
Kona 2: Guðríður (d. 1918) Jónsdóttir að Gilsá í Breiðdal, Einarssonar (prests á Desjarmýri, Jónssonar).
Sonur þeirra: Björgvin sýslumaður að Efra Hvoli (Bessastsk.; Vitæ ord. 1837; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: - Síra Guttormur Pálsson í Vallanesi og kona hans Margrét Vigfúsdóttir prests á Valþjófsstöðum, Ormssonar. F. að Hólmum í Reyðarfirði. Ólst upp með móðurföður sínum til 14 ára aldurs, lærði síðan hjá föður sínum.
Tekinn í Bessastaðaskóla 1831, stúdent 1836, með góðum vitnisburði. Kenndi síðan hjá M. Tvede sýslumanni. Vígðist 27. ág. 1837 aðstoðarprestur föður síns. Fekk Nes 17. apr. 1852, Ás í Fellum 30. okt. 1854 og hélt til æviloka. Fór til Kh. til lækninga 1873 og andaðist þar.
Áhugasamur um landsmál (sjá ritg. í Lbs.).
Kona 1 (1. júlí 1841): Björg Stefánsdóttir 4 prests á Valþjófsstöðum, Árnasonar. Synir þeirra, sem upp komust: Síra Guttormur í Stöð, Páll ritstjóri Austra.
Kona 2: Guðríður (d. 1918) Jónsdóttir að Gilsá í Breiðdal, Einarssonar (prests á Desjarmýri, Jónssonar).
Sonur þeirra: Björgvin sýslumaður að Efra Hvoli (Bessastsk.; Vitæ ord. 1837; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.