Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Vigfús Flosason
(14. öld)
Bjó í Krossholti. Launsonur síra Flosa Jónssonar á Stað á Ölduhrygg (með Oddnýju Ketilsdóttur hirðstjóra, Þorlákssonar, SD.). Kann að hafa haft sýsluvöld. Virðist hafa verið ofstopamaður, átti jafnvel illdeilur við son sinn. Var í banni 1384 og skyldi taka skriftir á páfagarði. Fór og utan, en komst ekki svo langt og var leystur af öðrum. Aftur færður í bann 1394, og getur hans þá síðast.
Sonur hans: Narfi á Kolbeinsstöðum, faðir Erlends sýslumanns í Teigi, Ketils prests á Kolbeinsstöðum og Halldóru, sem fylgdi Þorvaldi Þorkelssyni prests í Reykholti, Ólafssonar (sl. Ann.; Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).
Bjó í Krossholti. Launsonur síra Flosa Jónssonar á Stað á Ölduhrygg (með Oddnýju Ketilsdóttur hirðstjóra, Þorlákssonar, SD.). Kann að hafa haft sýsluvöld. Virðist hafa verið ofstopamaður, átti jafnvel illdeilur við son sinn. Var í banni 1384 og skyldi taka skriftir á páfagarði. Fór og utan, en komst ekki svo langt og var leystur af öðrum. Aftur færður í bann 1394, og getur hans þá síðast.
Sonur hans: Narfi á Kolbeinsstöðum, faðir Erlends sýslumanns í Teigi, Ketils prests á Kolbeinsstöðum og Halldóru, sem fylgdi Þorvaldi Þorkelssyni prests í Reykholti, Ólafssonar (sl. Ann.; Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.