Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Eyjólfsson

(1776–30. maí 1821)

Prestur.

Foreldrar: Síra Eyjólfur Sturluson að Brjánslæk og kona hans Ragnheiður Vigfúsdóttir prests í Nesi, Sigurðssonar. F. á Prestbakka. Lærði fyrst hjá síra Gísla Einarssyni í Selárdal.

Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1789, stúdent 1. júní 1796, með bezta vitnisburði, varð síðan skrifari Ólafs stiftamtmanns 47 - Stefánssonar, enda hafði hann verið á vegum hans á skólaárum sínum og dvalizt hjá honum á sumrum. Vígðist 28. sept. 1806 aðstoðarprestur síra Páls ' Þorlákssonar á Þingvöllum, bjó í Heiðarbæ, fekk Reynivöllu 9. sept. 1816, fluttist þangað vorið 1817 og hélt til æviloka, dó úr slagi. Vel gefinn maður og frækinn.

Kona (4. júlí 1807): Ingibjörg (f. um 1775, d. 9. sept. 1839) Guðmundsdóttir aðstoðarprests að Kirkjubæjarklaustri, Þorlákssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðmundur í Sogni í Kjós, Ragnheiður átti Kolbein Árnason á Hofstöðum í Hálsasveit, Sigríður átti barn með Kolbeini, systurmanni sínum, síðar annað með öðrum manni, og dóu bæði nýfædd og hún sjálf rétt eftir hið síðara, Jón prentari í Reykjavík (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.