Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Erlendsson

(um 1716–20. ág. 1781)

Prestur,

Foreldrar: Erlendur stúdent Jónsson að Stórólfshvoli og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir lögmanns, Björnssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1733, stúdent 18. júlí 1737, var síðan í þjónustu Bjarna sýslumanns Hall-* dórssonar á Þingeyrum. Vígðist 1740 (22. maí fremur en 26. maí) kirkjuprestur í Skálholti (staðfesting konungs 19. jan. 1742), varð prófastur í Ármesþingi 1744, fekk Setberg um áramótin 1748–9 (konungsstaðfesting 26. dec. 1749), varð prófastur í Snæfellsnessýslu 31. júlí 1754 og gegndi því starfi til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann góðan vitnisburð, enda vel gefinn og mikils metinn, talinn t.d. 1754 meðal hæfilegra byskupsefna í Hólabyskupsdæmi. Eftir hann er pr.: Útfm. Jóns byskups Árnasonar, Hól. 1748; Píslarþankar, Hól. 1773 og 1779. Hann var jafnan heilsuveill.

Kona (1747, hjúskaparleyfi vegna frændsemi 14, apr. s.á.): Þóra (d. 1772) Sigurðardóttir sýslumanns á Hvítárvöllum, Jónssonar; þau bl. (HÞ.; SGrBf.; Saga Ísl. VI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.