Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Erichsen

(9. febr.1790–8. jan. 1846)

Lögfræðingur.

Foreldrar: Árni Eiríksson í Hjálmholti og kona hans Margrét Magnúsdóttir prests í Villingaholti, Þórhallasonar. Var 13 ára tekinn til fósturs af frænda sínum, Lúðvík amtmanni Erichsen. Lærði veturinn 1804–5 í Hraungerði hjá frænda sínum, síra Benedikt Sveinssyni. Fór utan 1805 og var tekinn í Maríuskóla (Metropolitanskolen) í Kh., stúdent þaðan 1811, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 5. nóv. s.á., tók 2. lærdómspróf 1812, með 1. einkunn, en lögfræðapróf 11. jan. 1816, með 2. einkunn í báðum prófum. Var alumnus í Ehlerskollegium 1822–'7. Hann fótbrotnaði 1833 og var haltur síðan. Var jafnan embættislaus, varð kammerassessor að nafnbót 18. sept. 1846. Hafði ofan af fyrir sér með prófarkalestri á dagblöðum og þess háttar. Ritstörf: Island og dets Justitiarius, Kh. 1827 (ádeila á Magnús dómstjóra Stephensen); Geistlig Stat, Kh. 1830 og síðar; Juridisk Stat, Kh. 1831 og síðar; Kronologisk Fortegnelse Lægestat, Kh. 1832 og síðar; blaðagreinir í Dagen og Literaturtidende; ritstjóri að Nyeste Morgenpost síðara hluta árs 1831; Den danske Hof- og Statskalender 1841, átti og nokkurn þátt í sama riti 1819–25 og Selmers Universitets Aarbog.

Ókv. og bl. (Tímar. bmf. III; Erslew; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.