Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Vigfús Eiríksson
(1735–22. sept. 1788)
Bóndi, stúdent.
Foreldrar: Eiríkur stúdent Vigfússon í Höfn í Melasveit og s.k. hans Margrét Þórðardóttir að Innra Hólmi, Péturssonar.
Tekinn í Skálholtsskóla 1754, stúdent 26. apr. 1757, með tæpum meðalvitnisburði, enda talinn heilsutæpur. Var og síðar talinn lítt lærður. Bjó fyrst að Stóra Ási í Hálsasveit, síðan að Innra Hólmi 1766–-80, því næst í Syðra Lambhaga og komst þar í örbirgð en síðast í Galtarholti í Skilmannahrepp og andaðist þar.
Kona 1: Kristín (d. 1773) Sveinsdóttir prests í Hvammi, Guðlaugssonar; áttu þau 10 börn, þar á meðal voru: Síra Eiríkur á Stað í Súgandafirði, Pétur, Guðríður átti Guðmund Egilsson.
Kona 2: Valgerður Árnadóttir að Lambhaga, Jörundssonar; hafði hún áður átt launson, Jón Runólfsson, og var illa kynnt. Dóttir þeirra Vigfúsar stúdents var: Kristín átti Svein Ólafsson að Melaleiti. Valgerður ekkja Vigfúsar stúdents átti síðar Jón Jónsson í Lambhaga; þau hjón og Kristín dóttir þeirra komust í ljótt mál (Dómasafn landsyfirdóms 1803; HÞ.).
Bóndi, stúdent.
Foreldrar: Eiríkur stúdent Vigfússon í Höfn í Melasveit og s.k. hans Margrét Þórðardóttir að Innra Hólmi, Péturssonar.
Tekinn í Skálholtsskóla 1754, stúdent 26. apr. 1757, með tæpum meðalvitnisburði, enda talinn heilsutæpur. Var og síðar talinn lítt lærður. Bjó fyrst að Stóra Ási í Hálsasveit, síðan að Innra Hólmi 1766–-80, því næst í Syðra Lambhaga og komst þar í örbirgð en síðast í Galtarholti í Skilmannahrepp og andaðist þar.
Kona 1: Kristín (d. 1773) Sveinsdóttir prests í Hvammi, Guðlaugssonar; áttu þau 10 börn, þar á meðal voru: Síra Eiríkur á Stað í Súgandafirði, Pétur, Guðríður átti Guðmund Egilsson.
Kona 2: Valgerður Árnadóttir að Lambhaga, Jörundssonar; hafði hún áður átt launson, Jón Runólfsson, og var illa kynnt. Dóttir þeirra Vigfúsar stúdents var: Kristín átti Svein Ólafsson að Melaleiti. Valgerður ekkja Vigfúsar stúdents átti síðar Jón Jónsson í Lambhaga; þau hjón og Kristín dóttir þeirra komust í ljótt mál (Dómasafn landsyfirdóms 1803; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.