Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Einarsson

(20. sept. 1882 – 14. okt. 1949)

. Skrifstofustjóri. Foreldrar: Síra Einar (d. 24. júlí 1931, 77 ára) Jónsson á Felli í Sléttuhlíð, síðast á Hofi í Vopnafirði, og kona hans Kristín (d. 21. ág. 1942, 83 ára) Jakobsdóttir prests í Glaumbæ, Benediktssonar. Stúdent í Rv. 1903 með 1. einkunn (100 st.). Lauk prófi í lögfræði við háskólann í Kh. 11. júní 1910 með 2.eink.betri (158st.).

Varð yfirréttarmálaflutningsmaður í Rv. 12. okt. 1910; settur sýslumaður í N.-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði fyrri hluta árs 1911: lögreglustjóri á Siglufirði sumurin 1911 og 1912; bæjarfógetafulltrúi í Rv. 1. okt. 1911; settur bæjarfógeti þar 1. sept. 1917– 1. apr. 1918; varð þá starfsmaður í atvinnu- og samgöngumáladeild stjórnarráðsins; skipaður fulltrúi í atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu 8. jan. 1923; gegndi lengst af skrifstofustjórastörfum þar frá 1. febr. 1923 og var skipaður í það embætti 2. mars 1927. Fekk lausn frá embætti 27. júní 1947. Var gjaldkeri Ræktunarsjóðs Íslands 1918–25; skipaður gjaldkeri Fiskveiðasjóðs Íslands 1. apr. 1918; í húsaleigunefnd Rv. 1920–26; endurskoðandi Slysatryggingar sjómanna 1918–27; skipaður endurskoðandi reikninga Eimskipafélags Íslands og ríkisskipa 5. ág. 1925; í stjórn Búnaðarfélags Íslands 1925 og 1926; skipaður gæzlustjóri Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum 10. mars 1927 og í stjórn Slysatryggingar ríkisins sama dag; skipaður meðstjórnandi við slysatryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins 20.sept.1928; skipaður ríkisráðsritari 26. júní 1942 og gegndi því starfi til æviloka. Var í orðunefnd 1942 –46. R. af dbr. 1929; komm. af austurrísku afreksorðunni 1929; komm. af norsku St. Olavsorðunni 1931; komm.? af finnsku hvítu rósinni 1931; r. af fálk. 1932; komm.? af dbr. 1938; str. af fálk. 1942; str.* af fálk. 1946.

Kona 1 (1. okt. 1914): Herdís (d. 18. nóv. 1918, 32 ára) Matthíasdóttir skálds Jochumssonar; þau bl. Kona 2 (26. júní 1924): Guðrún (f. 27. maí 1901) Sveinsdóttir verzim. á Akureyri, Hallgrímssonar. Börn þeirra: Herdís, Einar hljóðfæraleikari (Agnar Kl. J.: Lögs045))


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.