Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Björnsson

(1751–3. ág. 1808)

Prestur.

Foreldrar: Síra Björn Magnússon á Grenjaðarstöðum og þriðja kona hans Elín Benediktsdóttir lögmanns Þorsteinssonar, Tekinn í Hólaskóla 1766, stúdent 10. maí 1769, með meðalvitnisburði, vígðist 9. maí 1773 aðstoðarprestur síra Einars Jónssonar á Skinnastöðum, fekk það prestakall 26. júlí 1775, við uppsögn hans, en Garð 7. mars 1797 og hélt til æviloka. Búhöldur mikill og auðsæll, en þó gjöfull og gestrisinn, kennimaður góður og málsnjall og söngmaður, orðlagður kraftamaður.

Var skáldmæltur (sjá Lbs., þar eru og almanök hans).

Kona 1 (19. nóv. 1775): Guðlaug (d. 1793) Andrésdóttir á Flankastöðum, Sigurðssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Björn í Kirkjubæ í Tungu, Elín átti síra Einar Hjörleifsson í Vallanesi, Sesselja átti Ara lækni Arason á Flugumýri, Þrúður átti síra Stefán Þórarinsson á Skinnastöðum, Þórunn átti síra Hjört Jónsson á Gilsbakka, Sigríður f.k. síra Halldórs Björnssonar í Sauðanesi.

Kona 2 (23. nóv. 1796): Kristín Þórðardóttir á Skjöldólfsstöðum, Árnasonar.

Sonur þeirra: Síra Benedikt að Hólum. Kristín ekkja síra Vigfúsar átti síðar síra Björn Halldórsson í Garði (HÞ. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.