Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Bergsteinsson

(18. febr. 1863 – 25. febr. 1930)

.

Bóndi. Foreldrar: Bergsteinn Einarsson í Seljalandi undir Eyjafjöllum (Ísleifssonar) og Ingveldur Einarsdóttir á Lambafelli, Árnasonar. Bjó á Brúnum undir Eyjafjöllum. Umbótamaður í jarðrækt; notaði fyrstur manna plóg þar í sveit. Formaður búnaðarfél. nær aldarfjórðung; vann að stofnun nautgriparæktarfél. og rjómabús og fyrsti formaður þeirra félaga.

Vann einnig að stofnun lestrarfélags og ungmennafélags, og hvatamaður að Markarfljótsfyrirhleðslu. Kunnur dýravinur.

Áhugamaður um bindindismál.

Bókamaður, og ánafnaði bókasafnt sitt væntanlegum héraðsskóla Rangæinga. Hreppstjóri í V.-Eyjafjallahr. um skeið; átti sæti í hreppsnefnd, sýslunefnd og fasteignamatsnefnd og gegndi fleiri trúnaðarstörfum.

Naut tilsagnar í söng í æsku; forsöngvari í Stóradalskirkju í nokkur ár. Kona (17. okt. 1886): Valgerður (d. 12. febr. 1935, 75 ára) Sigurðardóttir á Brúnum, Jónssonar. Börn þeirra: Sigurður á Brúnum (d. 1936), Jón byggingafulltrúi á Seyðisfirði, Katrín átti Einar Einarsson í Nýjabæ, Anna óg. (Þ.7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.