Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Vigfús Benediktsson
(um 44 1731–15. febr. 1822)
Prestur.
Foreldrar: Síra Benedikt Jónsson að Ofanleiti og f.k. hans Hólmfríður Sigurðardóttir lögréttumanns að Sólheimum, Jónssonar. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 1754. Hlaut uppreisn fyrir barneignarbrot 6. febr. 1756. En 13. okt. 1757 var lagt fyrir hann að taka við Stað í Aðalvík, vígðist 23. s.m. Átti þar erjur við suma sóknarmenn sína, einkum Hall að Horni.
Fekk Einholt 20. júlí 1775, Kálfafellsstað 13. febr. 1787, lét þar af prestskap 1802, andaðist að Hnausum í Meðallandi.
Var mikill fyrir sér og kemur við þjóðsagnir. Hefir samið töblu (rím) um 19. öld og var skáldmæltur (sjá Lbs.).
Kona (1767). Málmfríður Jónsdóttir að Skinnalóni, Þorsteinssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Kristján settur sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu, Jón á Söndum í Meðallandi, Margrét átti Guðmund Brynjólfsson að Kálfafelli í Suðursveit, Kristín átti Jón Þórarinsson að Uppsölum í Suðursveit (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Benedikt Jónsson að Ofanleiti og f.k. hans Hólmfríður Sigurðardóttir lögréttumanns að Sólheimum, Jónssonar. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 1754. Hlaut uppreisn fyrir barneignarbrot 6. febr. 1756. En 13. okt. 1757 var lagt fyrir hann að taka við Stað í Aðalvík, vígðist 23. s.m. Átti þar erjur við suma sóknarmenn sína, einkum Hall að Horni.
Fekk Einholt 20. júlí 1775, Kálfafellsstað 13. febr. 1787, lét þar af prestskap 1802, andaðist að Hnausum í Meðallandi.
Var mikill fyrir sér og kemur við þjóðsagnir. Hefir samið töblu (rím) um 19. öld og var skáldmæltur (sjá Lbs.).
Kona (1767). Málmfríður Jónsdóttir að Skinnalóni, Þorsteinssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Kristján settur sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu, Jón á Söndum í Meðallandi, Margrét átti Guðmund Brynjólfsson að Kálfafelli í Suðursveit, Kristín átti Jón Þórarinsson að Uppsölum í Suðursveit (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.