Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Vernharður Þorkelsson
(8. júlí 1785 [12. júlí 1784, Bessastsk.]–26. júní 1863)
Prestur.
Foreldrar: Síra Þorkell Guðnason á Stað í Hrútafirði og kona hans Guðbjörg Vernharðsdóttir prests í Otradal, Guðmundssonar. F. í Otradal. Var tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1801 og síðan í Bessastaðaskóla, stúdent 1808, með meðalvitnisburði. Bjó frá 1809 á litlum hluta á Stað í Hrútafirði, fekk Nes 24. mars 1817, vígðist 18. maí s.á., Skinnastaði 28. okt. 1825, fluttist þangað 1826, Hítarnes 28. okt. 1836, fluttist þangað 1837, Reykholt 11. okt. 1852, fluttist þangað 1853, lét þar af prestskap 1862, en var þar til æviloka. Var góður ræðumaður og ástsæll, þó að hann væri talinn nokkuð drykkfelldur, starfsmaður mikill og framfaramaður, skáldmæltur (sjá Lbs.).
Kona (2. júní 1809): Ragnheiður (f. 28. ág. 1789, d. 28. ág. 1855) Einarsdóttir í Svefneyjum, Sveinbjörnssonar:
Börn þeirra, sem upp komust: Þorkell að Víðikeri, síra Einar á Stað í Grunnavík, Ástríður átti Sigurð Jónsson í Möðrudal, Guðbjörg átti Jón söðlasmið Gunnarsson, Guðrún átti launson (Jóhannes prentara) með Vigfúsi verzlm. Guðmundssyni að Búðum, fekk ekki að giftast honum vegna foreldra sinna, varð síðar s.k. Björns gullsmiðs Magnússonar í Gvendareyjum, Sofía átti Helga hreppstjóra Helgason í Vogi (Vitæ ord.; HÞ, SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Þorkell Guðnason á Stað í Hrútafirði og kona hans Guðbjörg Vernharðsdóttir prests í Otradal, Guðmundssonar. F. í Otradal. Var tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1801 og síðan í Bessastaðaskóla, stúdent 1808, með meðalvitnisburði. Bjó frá 1809 á litlum hluta á Stað í Hrútafirði, fekk Nes 24. mars 1817, vígðist 18. maí s.á., Skinnastaði 28. okt. 1825, fluttist þangað 1826, Hítarnes 28. okt. 1836, fluttist þangað 1837, Reykholt 11. okt. 1852, fluttist þangað 1853, lét þar af prestskap 1862, en var þar til æviloka. Var góður ræðumaður og ástsæll, þó að hann væri talinn nokkuð drykkfelldur, starfsmaður mikill og framfaramaður, skáldmæltur (sjá Lbs.).
Kona (2. júní 1809): Ragnheiður (f. 28. ág. 1789, d. 28. ág. 1855) Einarsdóttir í Svefneyjum, Sveinbjörnssonar:
Börn þeirra, sem upp komust: Þorkell að Víðikeri, síra Einar á Stað í Grunnavík, Ástríður átti Sigurð Jónsson í Möðrudal, Guðbjörg átti Jón söðlasmið Gunnarsson, Guðrún átti launson (Jóhannes prentara) með Vigfúsi verzlm. Guðmundssyni að Búðum, fekk ekki að giftast honum vegna foreldra sinna, varð síðar s.k. Björns gullsmiðs Magnússonar í Gvendareyjum, Sofía átti Helga hreppstjóra Helgason í Vogi (Vitæ ord.; HÞ, SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.