Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vernharður Ófeigsson

(um 1696–um 1761)

Lögréttumaður, stúdent.

Foreldrar: Ófeigur lögréttumaður Magnússon í Skipholti (áður að Reykjum á Skeiðum) og kona hans Brynhildur Jónsdóttir. Tekinn í Skálholtsskóla 1713, stúdent 1722 (fremur en 1721). Bæði Reykjadalssóknarmenn og byskup vildu fá hann til prests í Reykjadal 1725, en amtmaður aftók það. Varð lögréttumaður í Árnesþingi 1741. Var góður búsýslumaður. Bjó fyrst (frá 1724) í Reykjadal, en að Búrfelli í Grímsnesi frá 1730 til æviloka.

Kona: Hildur Jónsdóttir prests á Ólafsvöllum, Erlingssonar.

Börn þeirra: Jón að Búrfelli, Valgarður í Efsta Dal, Ófeigur stúdent, Ólafur ókv. og bl., Björn, Magnús dó að Laugarvatni ókv. og bl., Guðrún f. k. Þorkels Guðmundssonar á Valdastöðum í Kjós, Solveig átti Gunnar lögréttumann Högnason að Laugarvatni, Ingibjörg átti Þorkel Magnússon að Selfossi, Guðrún (önnur) bl., Ragnheiður átti Einar að Stóra Hálsi í Grafningi Jónsson prests í Arnarbæli, Andréssonar (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.