Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vernharður Erlendsson

(um 1636– ? )

Prestur.

Foreldrar: Erlendur lögréttumaður Bjarnason í Sauðholti og fyrsta kona hans Ragnheiður Vernharðsdóttir. Lærði í Skálholtsskóla, vígðist 14. nóv. 1658 að Stað í 41 Aðalvík, og var honum jafnframt veitt það prestakall frá næstu fardögum, sagði þar af sér prestskap 25. apr. 1677, fluttist þá að Látrum í Mjóafirði, en 1683 í Tálknafjörð og tók að sér að þjóna Laugardalssókn fyrir síra Pál Björnsson í Selárdal. Er 1703 á lífi á Bakka í Tálknafirði.

Kona: Þorbjörg Eiríksdóttir, Gíslasonar (prests að Vatnsfirði, Einarssonar).

Börn þeirra: Síra Guðmundur í Selárdal, Hannes á Eysteinseyri, Steinþór hreppstjóri að Eyrarhúsum, Bjarni á Bakka í Tálknafirði, Ragnheiður, Guðrún (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.