Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vernharður Einarsson

(4. ág. 1870 – 18. mars 1937)

. Hreppstjóri. Foreldrar: Einar (d. 4. júní 1913, 82 ára) Hálfdanarson í Hvítanesi í Ögursveit og kona hans Kristín (d. 1894) Ólafsdóttir prests Thorbergs á, Breiðabólstað í Vesturhópi.

Nam búfræði í Ólafsdal. Bóndi í Hvítanesi 1901–34, en átti heima í Rv. síðustu æviár sín og dó þar. Var umbótamaður í búskap; stundaði einkum garðrækt með góðum árangri. Var hreppstjóri 1908–34 og gegndi ýmsum fleiri trúnaðarstörfum.

Kona (1902): Jóna (d. 28. okt. 1928, 52 ára) Runólfsdóttir í Heydal í Vatnsfjarðarsveit, Jónssonar. Börn þeirra: Guðrún óg., Guðmundur kennari í Þykkvabæ, Kristín óg. í Danmörku, Einar verzim. í Rv., Sigríður óg., Eva óg., Ólöf ráðskona í Rv., Svava óg. í Vesturheimi, Svana átti Hinrik lækni Linnet, Þórhildur óg. í Svíþjóð, Gunnar í Rv., Ingibjörg óg. (Br skn so).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.