Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vermundur Njálsson (Sturl. segir Halldórsson)

(– – 1279)

Ábóti á Þingeyrum 1255–79, en hafði á efstu árum Þórarins Sveinssonar haft staðarforráð. Hans getur að því fyrir þenna tíma, að hann bar sáttarorð í milli Þórðar kakala og Brands Kolbeinssonar. Á dögum hans skipti Jörundur byskup Þorsteinsson um tekjustofna klaustursins. Skóli var í klaustrinu um daga hans (Dipl. Isl.; Ísl. Ann.; Sturl.; Bps. I).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.