Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Valtýr Guðmundsson

(11. mars 1860–22. júlí 1928)

Prófessor. Launsonur Guðmundar sýsluskrifara Einarssonar í Ytri Ey og Valdísar Guðmundsdóttur að Krossum í Staðarsveit, Símonarsonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1877, stúdent 1883, með 1. einkunn (89 st.), varð magister í ísl. fræðum í háskólanum í Kh. 31. mars 1887, Dr. phil. þar 27. maí 1889, aukakennari í sama háskóla í þeim fræðum 1. apr. 1890, prófessor þar frá 1920–8. R. af dbr. 27. jan. 1904. Heiðursfélagi bmf. 1926. Þm. Vestm. 1894–1901, 2. þm. Gullbr. og Kijs. 1903–7, þm. Seyðf. 1912–13.

Hóf á alþingi nýja stefnu um stjórnmál (til samninga við Dani), og voru flokksmenn hans nefndir „Valtýingar “, en skoðanir hans um þessi efni og önnur komu einkum fram í „Eimreiðinni“ og var hann ritstjóri hennar 1895–1917. Ritstörf ella: Privatboligen paa Island i Sagatiden, Kh. 1889; Den islandske Bolig í Fristatstiden, Kh. 1894: Islands Kultur ved Aarhundredeskiftet 1900, Kh. 1902 (á þýzku 1904); Glossarium, Kh. 1922; Islandsk Grammatik, Kh. 1922; Island í Fristatstiden, Kh. 1924. Greinir eftir hann eru og í Arkiv f. nord. filol., Folkelæsning, Jahresbericht des stadtischen Gymnasium zu Kattowitz, Reallexikon d. germ. Altertumskunde herausgeg. von Joh. Hoops, Studium, Tímariti bmf., Þrem ritgerðum 1892. Sá um: C.F.V.M.-Rosenberg: Træk av Livet paa Island, Kh. 1894; Snorri Sturluson: Olaf Tryggvesöns Saga, Kh. 1900; sami: Olav den Helliges Saga, Kh. 1906; Guðmundur Einarsson: Kvæði og þýðingar, Kh. 1908. Þýð.: L. F. A. Wimmer: Forníslenzk málmyndalýsing, Rv. 1885; Almanak 1899–1900; Einar H. Kvaran: Rannveigs Historie, Kh. 1923–4. Var hagmæltur, 40 og hafa kvæði varðveitzt eftir hann. Leikrit samdi hann í latínuskólanum (Bónorðsförin); var það leikið þar og vinsælt.

Handrit sín gaf hann landsbókasafni. Ýmsar ritgerðir hans og háskólaerindi eru nú í handritum komin í Lbs. Andaðist í Kh., en lík hans var flutt til Reykjavíkur og jarðsett þar.

Kona (18. ág. 1889): Anna (d. 28. júlí 1903) Jóhannesdóttir sýslumanns í Hjarðarholti, Guðmundssonar; þau bl. (Óðinn XKI; Andvari, 62. árg.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.