Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Valtýr (Helgason) Valtýsson

(16. júní 1902–18. nóv. 1949)

.

Læknir. Foreldrar: Helgi (f. 25. okt. 1877) Valtýsson kennari og rithöfundur og kona hans Severine (f. 6. jan. 1883), dóttir Petter Olai Sörenheim kaupmanns í Sörheim í Noregi. F. í Volda á Mæri í Noregi. Stúdent í Volda á Mæri 1924 með 1. einkunn. Lauk prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands 13. febrúar 1932 með 2. eink. betri (1382 st.). Staðgöngumaður héraðslækna í Flatey og Stykkishólmi um tíma 1932–33, en starfaði þar á milli á sjúkrahúsi á Ísafirði. Settur héraðslæknir í Hróarstunguhéraði frá 1. okt. 1933; skipaður 24. apr. 1938; starfaði á sjúkrahúsi í Noregi 1937 –38. veitt Hólmavíkurhérað 18. okt. 1941; þjónaði þá einnig um skeið Reykjarfjarðarhéraði og Reykhólahéraði; veitt Borgarfjarðarhérað 3. sept. 1947; sat á Kleppjárnsreykjum. Kona (5. febr. 1933): Steinunn (f. 30. nóv. 1899) hjúkr.kona Jóhannesdóttir í Skáleyjum á Breiðafirði, Jónssonar. Börn þeirra: Reginn, Kolbrún (Lækn. o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.