Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Valgarður Breiðfjörð

(2. júlí 1847–16. apr. 1904)

Kaupmaður í Reykjavík.

Foreldrar: Ólafur í Virki í Rifi Brynjólfsson, Gunnlaugssonar, og Ingibjörg Jónsdóttir, Ásgrímssonar Hellnaprests, Vigfússonar. Nam trésmíðar í Reykjavík og stundaði um hríð. Gerðist síðan kaupmaður þar til æviloka.

Andaðist á leið frá Kh. til Rv.

Ritstjóri Reykvíkings, Rv. 1892–1902.

Kona: Rósa Anna Elísabet Einarsdóttir hattara, Hákonarsonar; þau bl. (BB. Sýsl.; os f15)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.