Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Valdimar Ásmundsson

(19. júlí 1852–17. apr. 1902)

Ritstjóri í Reykjavík.

Foreldrar: Ásmundur Sæmundsson að Hvarfi í Bárðardal, Daðastöðum í Reykjadal, Álandi og Flögu í Þistilsfirði, og kona hans Bóthildur Björnsdóttir.

Naut skamma stund tilsagnar síra Gunnars Gunnarssonar á Svalbarði. Varð snemma bókhneigður og námfús. Dvaldist um hríð á Akureyri. Stundaði barnakennslu að Leirá. Var síðan í Reykjavík, en kennari í Flensborgarskóla 1882. Var ritstjóri Fjallkonunnar frá því að hún hófst (1884) til æviloka.

Eftir hann eru Ritreglur (Rv. 1878 og oft síðan), Vasakver handa alþýðu, Ak. 1881 (og oft síðan). Sá um Íslendingasögur flestar, sem komu frá Sigurði Kristjánssyni. Var vel skáldmæltur, enda átti hann (með Guðmundi Guðmundssyni frá Helli) þátt í Alþingisrímum.

Hafði um tíma alþingisstyrk til þess að gera skrá um skjalasafn landshöfðingja (sú skrá er í Þjóðskjalasafni). Talinn maður vel ritfær.

Kona (14. sept. 1888): Bríet Bjarnhéðinsdóttir, síðar ritstjóri (sjá þar).

Börn þeirra: Laufey cand. phil., skrifstofumær í Rv., Héðinn hagfræðingur og forstjóri í Rv. (Fjallkonan 1902).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.