Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Valdimar Steffensen
(25. júní 1878 – 8. dec. 1946)
. Læknir.
Foreldrar: Jón (d. 22. febrúar 1883) Stefánsson Steffensen kaupmaður í Rv. og kona hans Sigþrúður (d. 4. mars 1928, 75 ára) Guðmundsdóttir útvegsbónda í Rv., Þórðarsonar. Stúdent í Rv. 1898 með 2. eink. (77 st.). Nam fyrst læknisfræði við háskólann í Kh., en síðan við læknaskólann í Rv. og lauk þar prófi 19. júní 1907 með 1. eink. (15814 st.). Var á sjúkrahúsum erlendis 1907–08 og kynnti sér á háls-, nef- og eyrnalækningar, Skipaður aðstoðarlæknir á Akureyri 30. maí 1908; fekk lausn 1. sept. 1916. Var síðan starfandi læknir á Akureyri, unz hann fluttist til Rv. 1942.
Var í stjórn sjúkrasamlags á Akureyri 1934–42; í byggingarnefnd Kristnesshælis og stjórn amtsbókasafns. Ritstörf: Meðferð ungbarna, Ak. 1918; Radium, Ak. 1918; greinar í Læknabl. og víðar (sjá Lækn.). Kona (12. okt. 1904): Karen Jenny Petra (f. 28. jan. 1877), dóttir Niels trésmíðameistara Larsen í Kh. Sonur þeirra: Jón prófessor við læknadeild Háskóla Ísl.
Sonur Valdimars áður en hann kvæntist (með Theódóru Sveinsdóttur): Björn endurskoðandi (Lækn.; o. fl.).
. Læknir.
Foreldrar: Jón (d. 22. febrúar 1883) Stefánsson Steffensen kaupmaður í Rv. og kona hans Sigþrúður (d. 4. mars 1928, 75 ára) Guðmundsdóttir útvegsbónda í Rv., Þórðarsonar. Stúdent í Rv. 1898 með 2. eink. (77 st.). Nam fyrst læknisfræði við háskólann í Kh., en síðan við læknaskólann í Rv. og lauk þar prófi 19. júní 1907 með 1. eink. (15814 st.). Var á sjúkrahúsum erlendis 1907–08 og kynnti sér á háls-, nef- og eyrnalækningar, Skipaður aðstoðarlæknir á Akureyri 30. maí 1908; fekk lausn 1. sept. 1916. Var síðan starfandi læknir á Akureyri, unz hann fluttist til Rv. 1942.
Var í stjórn sjúkrasamlags á Akureyri 1934–42; í byggingarnefnd Kristnesshælis og stjórn amtsbókasafns. Ritstörf: Meðferð ungbarna, Ak. 1918; Radium, Ak. 1918; greinar í Læknabl. og víðar (sjá Lækn.). Kona (12. okt. 1904): Karen Jenny Petra (f. 28. jan. 1877), dóttir Niels trésmíðameistara Larsen í Kh. Sonur þeirra: Jón prófessor við læknadeild Háskóla Ísl.
Sonur Valdimars áður en hann kvæntist (með Theódóru Sveinsdóttur): Björn endurskoðandi (Lækn.; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.