Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Valdimar Briem (Ólafsson)

(1, febr. 1848–3. maí 1930)

Prestur, vígslubyskup, skáld.

Foreldrar: Ólafur trésmiður og skáld Briem á Grund í Eyjafirði og kona hans Dómhildur Þorsteinsdóttir hreppstjóra á Stokkahlöðum, Gíslasonar. Við lát föður síns fór hann til föðurbróður síns, síra Jóhanns Briems að Hruna. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1863, stúdent 1869, með 1. einkunn (79 st.), próf úr prestaskóla 1872, með 1. einkunn (49 st.). Stundaði kennslu í Reykjavík næsta vetur. Fekk Hrepphóla 21. febr. 1873, vígðist 27. apr. s. á., fluttist að Stóra Núpi, eftir að þau prestaköll voru sameinuð 1880, lét þar af prestskap 1918, en átti þar heima til æviloka, enda hafði hann keypt jörðina. Settur prófastur 12. nóv. 1896 í Árnesþingi, skipaður 10. apr. 1897, lét af því starfi 1918. Varð 27. dec. 1909 vígslubyskup í Skálholtsbyskupsdæmi. R. af dbr. 1. sept. 1897, str. af fálkaorðu 1. dec. 1928. Heiðursdoktor í guðfræði í háskóla Íslands 1. febr. 1923. Átti sæti í sálmabókarnefnd, sem sett var 1878, og síðar handbókarnefnd. Eftir hann eru taldir vera 142 sálmar í sálmabók þeirri, er löggilt var 1896 (106 frumkveðnir, sumir telja 102), 89 sálmar í sálmab. 1945, 103 sálmar í 150 sálmum o. s. frv., en fjöldi grafskrifta og erfiljóða pr. sérstaklega eða í blöðum. Ritstörf ella: Fréttir frá Íslandi 1871–8; Mannskaðinn mikli í Þorlákshöfn, Rv. 1888; Barnasálmar, Rv. 1893; Biblíuljóð, Rv. 1896–7; Davíðssálmar, Rv. 1898; Leiðangursljóð, Rv. 1906; Kristin barnafræði í ljóðum, Rv. 1906; Ljóð úr Jobsbók, Wp. 1908; Ræða við byskupsvígslu, Rv. 1917. Ræður eða minningargreinir (og erfiljóð) í útfm. síra Sigurðar Br. Sívertsens, Rv. 1890, Péturs byskups Péturssonar, Rv. 1890, síra Jóns Bjarnasonar, Wp. 1917, Stefaníu Melsteds, Kh. 1926. Auk þessa sálmar (og greinir) í fjölda blaða og tímarita (bezt rakið í BjM. Guðfr.). Þýðing: J. Dahl: Týndi sonurinn, Rv. 1923.

Kona 12. júní 1873): Ólöf (f. 25. dec. 1851, d. 18.mars 1902) Jóhannsdóttir prests Briems í Hruna.

Synir þeirra: Jóhann Kristján dó í Reykjavíkurskóla, síra Ólafur að Stóra Núpi (Óðinn IM; Nýtt kirkjublað 1910; Prestafélagsrit 1930; Sameiningin 38 XKXVIII; Bjarmi, 2. og 24. árgangur; Prestafélagsrit, 5. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.