Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Þórðarson

(17. öld)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þórður Tómasson að Tindum í Geiradal og kona hans Hallgerður eyðsluhönd Guðmundsdóttir.

Hefir líkl. vígzt 1628 aðstoðarprestur síra Jóns Þorleifssonar að Snæfjöllum, fengið staðinn 1640 við uppgjöf hans. Missti prestskap 1659 vegna barneignar við konu þeirri, er hann átti í síðara sinn. Er enn á lífi 1681.

Var skáldmæltur (sjá Lbs.); eftir hann munu vera 4 fyrstu rímurnar af Nikulási leikara (í JS. 32, 8Svo.).

Kona 1: Margrét, laundóttir síra Gísla Einarssonar á Stað á Reykjanesi.

Börn þeirra: Páll, Þormóður í Æðey, Jónar 2, Þórunn átti fyrr Sigfús Steinsson í Kvíarnesi síðar Þorvarð Einarsson, Ástríður átti Þorgils Jónsson á Bakka, Ólöf átti Þorstein Guðmundsson að Skjaldfönn.

Kona 2: Margrét Þórðardóttir frá Munaðarnesi í Trékyllisvík; eru um hana þjóðsagnir miklar, og var hún kölluð Galdra-Manga (lýst í alþb. 1656 og 1661–2).

Þau bjuggu á Sandeyri og í Unaðsdal.

Börn þeirra: Þórður á Lónseyri, Þórður yngri bl., Pétur að Látrum í Aðalvík (HÞ: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.