Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Þórarinsson

(– –7. maí 1253)

Prestur í Selárdal.

Foreldrar: Þórarinn Þorkelsson í Selárdal og kona hans Ragnheiður Aronsdóttir sst., Bárðarsonar, Kemur talsvert við sögu Guðmundar byskups Arasonar og Hrafns Sveinbjarnarsonar.

Kona: Halla Þórðardóttir á Stað á Ölduhrygg, Sturlusonar.

Börn þeirra: Þórarinn féll í Haugsnesbardaga 1246, Krákur dó 13. júní 1302, Auðun dó af sárum eftir Þverárbardaga 1255, Guðrún átti Jón Þorkelsson á Álptamýri, Ragnheiður, Guðfinna, Guðríður, Hallbera, Snörtur í Selárdal (Ob. Isl.; Ísl. Ann.; Bps. bmf. I; Sturl.; BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.