Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Þorsteinsson

(8. dec. 1814–24. apr. 1895)

Prestur.

Foreldrar: Þorsteinn hreppstjóri Magnússon í Núpakoti og kona hans Katrín Tómasdóttir í Eyvindarholti, Magnússonar. F. í Eyvindarholti. Lærði fyrst hjá síra Þorvaldi skáldi Böðvarssyni í Holti. Tekinn í Bessastaðaskóla 1834, stúdent 1841 (76 st.), aftraði augnveiki námi hans. Var síðan í Hítardal og kenndi á vetrum. Vígðist 10. sept. 1843 aðstoðarprestur síra Jóns Gíslasonar á Breiðabólstað á Skógarströnd, bjó að Straumi, millibilsprestur á Staðastað 1848–9, fekk Hofsþing 17. nóv. 1848 (bjó á Brúarlandi), Reynistaðarklaustursprestakall 7. maí 1880, átti heima á Sauðárkróki, fekk þar lausn frá prestskap 15. júlí 1887, fluttist þá á Akureyri og andaðist þar.

Kona (8. sept. 1842): Margrét Kristín (f. 2. maí 1824, d. 19. febr. 1887) Sigmundsdóttir trésmiðs í Rv., Jónssonar (stjúpdóttir síra Þorsteins E. Hjálmarsens í Hítardal), talin mikil merkishjón.

Börn þeirra, sem upp komust: Birgitta Tómína Theodóra, gáfukona og skáldmælt, átti Skúla að Skarði á Skarðsströnd Kristjánsson (sýslumanns, Skúlasonar), Lárus Sigmundur bóksali og bankaféhirðir á Seyðisfirði, Níelsína Sigfríður átti Karl kaupmann Holm á Akureyri, síðar við Grafarós (Vitæ ord. 1843; Kirkjublaðið, 5. árg. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.