Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Ólafsson

(16. og 17. öld)

Prestur. Faðir: Síra Ólafur Tómasson að Hálsi í Fnjóskadal. Hefir vígzt um 1601–2 aðstoðarprestur föður síns, fekk Háls að fullu 1628, lét þar af prestskap 1652, var eftir það á Kambsstöðum, andaðist þar um 1664–S8.

Kona 1: Ragnheiður Árnadóttir prests í Garði, Einarssonar.

Börn þeirra: Síra Jón að Hálsi í Fnjóskadal, síra Sigfús í Hofteigi, Guðmundur á Kambsstöðum, Guðrún átti Magnús Þorláksson á Illugastöðum, síra Þorvaldur að Hrafnagili.

Kona 2: Sigríður Jónsdóttir. Meðal barna þeirra voru: Gróa átti Pál Þorkelsson í Böðvarsnesi, Brottefa átti Þórarin á Ljósavatni Jónsson (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.