Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Tómasson

(9. júní 1844– 11. júlí 1917)

Bóndi.

Foreldrar: Tómas Ásgrímsson í Nesi í Grunnavík og kona hans Rebekka Jónsdóttir. Bjó á Hjöllum í Ögursveit 1874–92, dvaldist síðan í Æðey og Ögri, bjó á Grund í Skötufirði 1900–9, dvaldist síðan í Súðavík í 2 ár, var eftir það í Reykjavík til æviloka. Búhöldur góður, bætti mjög jörð sína, Hjalla, enda fór honum verkstjórn vel úr hendi, talinn með beztu bændum í Ögursveit, manna vinsælastur.

Kona 1 (1873): Þorbjörg (d. 1883) Jónsdóttir, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Jóna átti Svein Jensson í Súðavík, Tómas yfirslátrari í Rv., Þorbjörn skósmiður í Wp.

Kona 2 (1898): Jóhanna Þorleifsdóttir (sunnlenzkrar ættar); þau bl. Launsonur Tómasar í milli kvenna (með bústýru sinni, Guðrúnu Bárðardóttur frá Kálfavík): Bárður skipasmiður á Ísafirði (Óðinn XV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.