Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Tómasson

(6. apr. 1783–10. júní 1866)

Bóndi, skáld.

Foreldrar: Tómas Björnsson að Reykjum og Nautabúi og kona hans Guðrún Jónsdóttir að Nautabúi, Þorkelssonar, Bjó að Nautabúi, Hvalsnesi og víðar, síðast að Þverá í Blönduhlíð.

Talinn vel að sér í lögum og öðrum fróðleik og skáld. Eftir hann eru í Lbs. kvæði, þýðing á danskri guðsorðabók o. Í.

Kona 1: Guðrún Pálsdóttir á Steinsstöðum, Sveinssonar; sonur þeirra komst ekki upp.

Kona 2: Björg Magnúsdóttir, Péturssonar; þau bl. kona 3: Guðrún Jónsdóttir að Þverá í Blönduhlíð, Illugasonar.

Börn þeirra: Tómas í Hvalsnesi, Jón, Guðbjörg átti Stefán Jónasson að Þverá í Blönduhlíð (Kirkjubækur; BrSv.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.