Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Tómasson

(12. apr. 1756–14. apr. 1811)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Tómas hreppstjóri Guðmundsson á Þóroddsstöðum í Hrútafirði og kona hans Guðrún Sveinsdóttir á Óspaksstöðum, Sveinssonar.

Tekinn í Hólaskóla 1770, stúdent 9. apr. 1775, með ágætum vitnisburði. Hann var fróður maður og minnugur, hefir fyrstur ritað um „Rauðbrotaætt“, samið Prestaannál og ýmsar fl. smáritgerðir, var og skáldmæltur (sjá Lbs.). Bjó fyrst á Þóroddsstöðum, en frá 1789 að Stóru Ásgeirsá og var lengi hreppstjóri, fekk verðlaun (5 rd.) 5. dec. 1796 fyrir dugnað í þeirri stöðu, var 1805–6 lögsagnari Sigurðar sýslumanns Snorrasonar í Húnavatnsþingi.

Kona (28. júlí 1783): Ljótunn (f, 4. apr. 1752) Jónsdóttir stúdents á Melum, Jónssonar.

Börn þeirra: Jósafat að Ásgeirsá, Helga átti launsonu með 2 mönnum, Halldóra átti laundóttur, Guðrún átti laundóttur, María átti Guðmund (bróður Bjarnar umboðsm. Ólsens) Ólafsson að Kolugili í Víðdal.

Tómas stúdent átti lausaleiksbarn með Ingibjörgu Sveinsdóttur í Klömbur, fekk uppreisn 1783, vildi ekki gangast við öðru lausaleiksbroti við henni. Við Ingveldi Egilsdóttur átti Tómas stúdent launson: Jósep, og launsonur hans við Ásu Gísladóttur var síra Jóhann skáld að Hesti (HÞ.; ÓSn. Ættb.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.