Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Sæmundsson

(7. júní 1807–17. maí 1841)

Prestur.

Foreldrar: Sæmundur dbrm. Ögmundsson í Eyvindarholti og kona hans Guðrún Jónsdóttir í Hallgeirsey, Ólafssonar. F. að Kúhól í Landeyjum. Lærði fyrst 3 vetur hjá Steingrími síðar byskupi Jónssyni, tekinn í Bessastaðaskóla (efra bekk) 1824, stúdent 16. júní 1827, með góðum vitnisburði, fór utan s. á., skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 18. okt. s.á., með 1. einkunn, tók 2. lærdómspróf 11. apr. 1828, með 1. einkunn, aukapróf í hebresku 15. apr. 1831, einkunn „admissus“, guðfræðapróf 17. jan. 1832, með 1. einkunn. Var á ferðalagi um Evrópu 1832–4, fekk Breiðabólstað í Fljótshlíð 4. júní 1834, kom til landsins s. á., vígðist 24. maí 1835 og hélt staðinn til æviloka, var og prófastur í Rangárþingi frá 27. dec. 1836 til dauðadags. Hann er kunnur af þjóðmálastarfsemi sinni, var í útgerð tímaritsins Fjölnis, samdi margt þar og einn 5. árgang. Eftir hann er pr.: Island fra den intellektuelle Side, Kh. 1832; Fjölnir og eineygði Fjölnir, Viðey 1840; Ræður við ýmis tækifæri, sst. 1841; Þrjár ritgerðir, Kh. 1841; Bréf, Rv. 1907; Ferðasaga, Rv. 1947, útg. af Bókmenntafél. (kaflar birtir í Skírni 1907). Minnisvarði með mynd af honum er í Breiðabólstaðarkirkjugarði.

Kona (24. okt. 1834): Sigríður (f. 9. okt. 1803, d. 30. sept. 1878) Þórðardóttir sýslumanns í Garði, Björnssonar.

Börn þeirra, sem lifðu: Þórhildur átti Helga lektor Hálfdanarson, Þórður héraðslæknir á Akureyri. Sigríður 18 ekkja hans varð síðar s.k. Ólafs dómsmálaritara Stephensens í Viðey (Bessastsk.; Vitæ ord. 1836; Jón Helgason: Tómas Sæmundsson, Rv. 1941; Æskan, 10. árg.; HÞ. Guðfr.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.