Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Skúlason

(2. febr. 1736–12. jan. 1808)

Prestur.

Foreldrar: Síra Skúli Illugason að Möðruvallaklaustri og kona hans Helga Tómasdóttir að Ósi, Tómassonar. Tekinn í Hólaskóla 1752, stúdent 14. maí 1759, var næstu 2 ár í þjónustu Björns lögmanns Markússonar og Jóns sýslumanns Snorrasonar á Ökrum, varð síðan skrifari Gísla byskups Magnússonar, fór utan 1764, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 18. dec. s. á., tók guðfræðapróf 18. mars 1767, með 2. einkunn, kom til landsins aftur s. á., vígðist 8. maí 1768 aðstoðarprestur síra Jóns Sigfússonar í Saurbæ í Eyjafirði, fekk það prestakall 10. sept. 1773, við uppgjöf hans, en Grenjaðarstaði 25. dec. 1785 og hélt til æviloka. Var vel gefinn maður og latínuskáld (sjá Lbs.). Var og mikils metinn, svo að hann var meðal þeirra presta, er nefndir voru líkleg byskupsefni í Hólabyskupsdæmi 1787–S8.

Kona 1 (19. maí 1768): Álfheiður (d. 9. mars 17 1785, 53 ára) Einarsdóttir prests að Kirkjubæjarklaustri, Hálfdanarsonar.

Börn þeirra: Helga átti síra Jón Jónsson að Möðrufelli (síðast að Dunhaga), síra Einar aðstoðarprestur að Múla, síra Skúli að Múla, síra Ólafur að Blöndudalshólum, Guðrún átti Gísla umboðsmann Jónsson á Breiðamýri.

Kona 2 (1786): Ólöf (d. 21. apr. 1812) Þorgeirsdóttir í Stóra Dal í Eyjafirði, Hallssonar, ekkja Jóns Ólafssonar í Lögmannshlíð; þau síra Tómas bl. (HÞ. Guðfr.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.