Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Sigurðsson

(líkl. 14. maí 1772–13. okt. 1849)

Prestur,

Foreldrar: Sigurður sýslumaður Sigurðsson í Vestmannaeyjum “(síðar í Mýrasýslu) og kona hans Ásta Sigurðardóttir prests í Holti í Önundarfirði, Sigurðssonar. F. á Oddsstöðum í Vestmannaeyjum. Lærði fyrst hjá síra Þorvaldi skáldi Böðvarssyni og síra Sigurði Jónssyni í Hítarnesi. Var tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1790, stúdent 1. júní 1796, vígðist 25. júní 1797 aðstoðarprestur síra Sigurðar Jónssonar í Hítarnesþingum, millibilsprestur eftir lát síra Sigurðar, til vors 1800, fekk að vísu Dvergastein 16. júlí 1801, en treystist ekki að flytjast þangað vegna fátæktar, fekk Kolfreyjustað 26. febr. 1804, en fór þangað ekki af sömu ástæðu. Bjó í Einholtum í 7 ár, en 2 ár að Hrísum í Helgafellssveit, varð 1807 aðstoðarprestur síra Þorkels Guðnasonar í Flatey, fekk það 16 prestakall 10. jan. 1809, Garpsdal 3. maí 1823, Holt í Önundarfirði 23. apr. 1836, lét þar af prestskap 1848. Var hraustmenni að burðum, heldur treggáfaður, en allgóður predikari, lítill búhöldur, enda drykkfelldur og þá vanstilltur, en ella gestrisinn og góðgerðasamur.

Kona (17. júní 1799). Guðrún (d. 28. ág. 1851) Sigurðardóttir prests í Hítarnesþingum, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðný átti laundóttur, Solveigu (og var vafasamt um faðernið), átti síðan Jón Laxdæling Jónsson, síra Sigurður í Grímsey, Tómas drukknaði af þilskipi (Vitæ ord.; BB. Sýsl.; HÞ.: Blanda III; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.