Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Sigurðsson

(10. júlí 1854–16. dec. 1923)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Sigurður hreppstjóri Ísleifsson á Barkarstöðum og kona hans Ingibjörg Sæmundsdóttir í Eyvindarholti, Ögmundssonar. Bjó á Barkarstöðum frá 1881 til æviloka. Var hreppstjóri Fljótshlíðarhrepps 1890 til æviloka, bætti vel jörð sína og hýsti.

Sinnti talsvert þjóðmálum. Vel látinn maður.

Kona 1 (24. júní 1881): Guðríður Þóra (d. 2. jan. 1884) Árnadóttir að Reynifelli, Guðmundssonar. Dóttir þeirra: Guðrún f.k. Ágústs J. bankaféhirðis Johnsons.

Kona 2 (10. júní 1892): Margrét (systir f. k. hans).

Börn þeirra, sem upp komust: Guðríður Þóra átti Magnús Hannesson (af Eyrarbakka) í Rv., Ingibjörg átti Ólaf Sigurðsson (frá Butru) í Vestmannaeyjum, Árni á Barkarstöðum, Sigurður á Barkarstöðum, Guðrún átti Jón kaupmann Sigurpálsson í Rv., Sigríður átti Jón Þorsteinsson á Þóroddsstöðum í Ölfusi, Anna Ársæl átti Bárð Óla Pálsson (frá Ytri Skógum) í Rv., Þórunn Marta átti Harald trésmið Guðmundsson í Rv. (Óðinn V og XXIII; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.