Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ari Þorbjarnarson
(14. og 15. öld , enn á lífi 1432)
Prestur, officialis.
Faðir (SD.): Þorbjörn Einarsson, Þorlákssonar lögmanns, Narfasonar. Var ráðsmaður að Hólum 1420, en 1423 varð það síra Þorkell Guðbjartsson, þótt „flestir vildu hafa síra Ara“, og virðist þetta þó í góðu og síra Ari þá officialis, og báðir voru þeir þá í senn hafðir fyrir sökum af síra Mikael Jónssyni, er kallaði til forráða Hólastóls. Síra Ari virðist hafa verið prestur í Saurbæ í Eyjafirði og hafa átt sökótt við síra Jón skáld Pálsson og einkum Jón byskup Vilhjálmsson, sem lét dæma hann 1432 fyrir vanrækslu í officialisstarfi (Isl. Ann.; Dipl. Ísl. IV).
Prestur, officialis.
Faðir (SD.): Þorbjörn Einarsson, Þorlákssonar lögmanns, Narfasonar. Var ráðsmaður að Hólum 1420, en 1423 varð það síra Þorkell Guðbjartsson, þótt „flestir vildu hafa síra Ara“, og virðist þetta þó í góðu og síra Ari þá officialis, og báðir voru þeir þá í senn hafðir fyrir sökum af síra Mikael Jónssyni, er kallaði til forráða Hólastóls. Síra Ari virðist hafa verið prestur í Saurbæ í Eyjafirði og hafa átt sökótt við síra Jón skáld Pálsson og einkum Jón byskup Vilhjálmsson, sem lét dæma hann 1432 fyrir vanrækslu í officialisstarfi (Isl. Ann.; Dipl. Ísl. IV).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.