Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Jónasson

(9. sept. 1835 – 2. okt. 1883)

. Bóndi, skáld.

Foreldrar: Jónas (d. 16. júní 1852, 56 ára) Bjarnason á Veturliðastöðum í Fnjóskadal og kona hans Sigríður Jónsdóttir.

Bóndi á Hlíðarenda í Bárðardal og síðar á Hróastöðum í Fnjóskadal til æviloka. Skáld og fræðimaður. Samdi nokkur leikrit, er leikin voru allvíða norðanlands á síðustu áratugum 19. aldar. Kona: Björg Emilía Þorsteinsdóttir á Hlíðarenda, Torfasonar. Börn þeirra, sem upp komust: Jónas söngstjóri og tónskáld á Ísafirði, Ármann verzlm. á Akureyri, Helga átti Magnús prentara Ólafsson á Ísafirði, Sigrún átti Skúla kaupmann Einarsson á Ísafirði, Tómasína (1.1.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.