Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Helgason

(8. júní 1863–16. júní 1904)

Læknir.

Foreldrar: Helgi lektor Hálfdanarson og kona hans Þórhildur Tómasdóttir prests á Breiðabólstað, Sæmundssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1876, stúdent 1884, með 2. eink. (73 st.), úr læknaskóla 1. júlí 1888, með 1. einkunn (98 st.). Var síðan í spítölum í Kh. og Berlín, lagði einkum stund á eyrnalækningar, Settur 21. apr. 1894 héraðslæknir í 4. læknishéraði, settur 8. okt. s.á. og skipaður 7. nóv. 1895 héraðslæknir í 5. læknishéraði (Patreksfirði), fekk lausn 1. mars 1899 vegna vanheilsu (brjóstveiki). Settur 25. ág. 1899 aukalæknir í 4. læknishéraði, settur 18. apr. 1900 og skipaður 23. sept. 1901 héraðslæknir í Mýrdalshéraði og var það til æviloka. Andaðist að Fossi í Mýrdal.

Kona (4. okt. 1895): Sigríður Lýdía (f . 9. jan. 1877), dóttir Hagbarðs kaupm. Thejlls í Stykkishólmi.

Börn þeirra: Dr. med.

Helgi yfirlæknir að Kleppi, Sigríður Þórhildur átti fyrr Guðmund veitingaþjón Guðmundsson (þau slitu samvistir), síðar Þórarin trésmið Lýðsson, Ásta Þórdís átti Sigurð verkfr. Flygenring frá Hafnarfirði. Sigríður ekkja Tómasar læknis átti síðar Einar húsameistara Erlendsson í Reykjavík (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.