Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Hallgrímsson

(25. dec. 1842–24. dec. 1893)

Læknir.

Foreldrar: Síra Hallgrímur Jónsson að Hólmum og kona hans Kristrún Jónsdóttir prests á Grenjaðarstöðum, Jónssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1858, stúdent 1864, með 2. einkunn (74 st.), tók próf í læknisfræði í Kh. í júní 1872, með 2. eink. betri (146 st.). Varð 9. júlí 1874 héraðslæknir í austurhéraði Suðuramts. Varð 24. maí 1876 (frá 1. okt.) kennari í læknaskólanum og var það til æviloka, settur jafnframt frá 1. okt. 1897 læknir í 19. læknishéraði, settur 15. sept. 1881 í 1. læknishéraði, settur kennari ljósmæðra 16. sept. 1879.

Kona (5, ág. 1877): Ásta Júlía (f. 7. júlí 1857, d. 29. mars 1942) Guðmundsdóttir verzlunarstjóra Thorgrímsens á Eyrarbakka.

Börn þeirra, sem upp komust: Kristrún átti Árna kaupmann Benediktsson í Reykjavík, og fór hann til Vesturheims, Guðmundur héraðsl. í Siglufirði, Tómas bankaritari í Rv. Þeir bræður nefndu sig Hallgrímsson (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.