Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Hallgrímsson

(23. okt. 1847–24. mars 1901)

Prestur.

Foreldrar: Hallgrímur Tómasson á Grund í Eyjafirði og kona hans Dýrleif Pálsdóttir á Jórunnarstöðum, Halldórssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1865, stúdent 1873, með 2. einkunn (55 st.), próf úr prestaskóla 1875, með 3. einkunn (17 st.).

Fekk Stærra Árskóg 31, ágúst 1875, vígðist 5. sept. s. á., fekk jafnframt Völlu 20. febr. 1884, fluttist þá þangað og hélt til æviloka. Var skáldmæltur,

Kona (22. okt. 1875): Valgerður Þórunn (f. 8. júlí 1848, d. 16. maí 1927) Jónsdóttir prests í Steinnesi, Jónssonar,

Börn þeirra, sem upp komust: Hallgrímur kaupm. í Rv., Elín Rannveig átti Angantý verzlm. Arngrímsson, Rannveig átti Magnús lækni Jóhannsson við Hofsós, Dýrleif átti Jón blaðamann og skáld Björnsson, Elísabet (Ólafía Elísabet) átti fyrr Gunnar stúdent Sæmundsson, síðan Anton veræzlunarstjóra Proppé á Þingeyri (Nýtt kirkjubl. 1901; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.