Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Guðmundsson

(um 1729– 12. dec. 1785)

. Bóndi.

Faðir ókunnur. Móðir: Guðfinna (d. 1779) Illugadóttir á Ánastöðum á Vatnsnesi, Þórðarsonar. Bjó fyrst á Tannstaðabakka í Hrútafirði, en síðar í Sólheimum og á Dönustöðum í Laxárdal. Dugnaðarmaður og framkvæmdasamur um jarðrækt. í Lærdómslistafélagsritum er hann nefndur sem hæfur til að fá verðlaun frá landbúnaðarfélagi Dana, en hann mun hafa látizt áður en nánari skýrsla var fengin um framkvæmdir hans. Kona (5. febr. 1758): Margrét (d. 23. apr. 1821, 83 ára) Jónsdóttir á Bessastöðum við Hrútafjörð, Ólafssonar. Börn þeirra: Ólafur á Sámsstöðum, Guðmundur gullsmiður í Hundadal, Eiríkur á Ketilsstöðum í Hörðudal, Tómas á Tannstaðabakká, Járngerður átti Þorstein Daðason í Hlíðartúni, Margrét átti Jón Þórðarson á Höskuldsstöðum, Guðfinna átti Jón Jónsson á Kambsnesi, Agnes átti Einar Magnússon (prests á Kvennabrekku, Einarssonar) í Gröf í Breiðuvík, Guðrún óg., Ingibjörg óg., Bergljót óg. (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.