Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Guðmundsson

(3. sept. 1814–5.jan. 1860)

. Bóndi. Foreldrar: Guðmundur (d. 2. nóv. 1834, 63 ára) Loftsson á Litlu-Þverá í Miðfirði og kona hans Helga (d. 19. ág. 1855, 65 ára) Tómasdóttir á Másstöðum í Vatnsdal, Hafsteinssonar. Bóndi á Litlu-Þverá. Vel gefinn og hneigður fyrir fræðiiðkanir.

Ritaði sögu Natans Ketilssonar (hdr. í Lbs.), en Brynjólfur Jónsson á Minna-Núpi jók við og endursamdi. Kona (29. apr. 1852): Halldóra (d. 15. júní 1901, 73 ára) Guðmundsdóttir á Brandagili, Guðbrandssonar.

Börn þeirra: Guðmundur lausamaður í Miðfirði, Elinborg átti Böðvar Guðmundsson á Skarði í Haukadal, Tómas á Lambastöðum í Laxárdal (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.