Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Tómas Guðmundsson
(25.nóv. 1779–17. ág. 1855)
Prestur.
Foreldrar: Guðmundur Bárðarson í Vestmannaeyjum (áður í Landeyjum) og kona hans Þórdís Vigfúsdóttir, Árnasonar. F. í Rimakoti. Lærði undir skóla hjá síra Bjarnhéðni Guðmundssyni. Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1794, stúdent 1. júní 1799, með góðum vitnisburði, var síðan í Vestmannaeyjum, fluttist að Breiðabólstað í Fljótshlíð 1805, en tók að búa á Flókastöðum 1808, vígðist 4. ág. 1816 aðstoðarprestur síra Þórhalla Magnússonar á Breiðabólstað, var þar síðan millibilsprestur til 1819, varð þá embættislaus, fekk Villingaholt 8. sept. 1821 og hélt til æviloka. Hann var gáfumaður, góður predikari og söngmaður, afbragðssmiður og verkamaður, hagmæltur, heldur góður búhöldur og vefari.
Kona 1 (20. dec, 1799): Halldóra (f. um 1775, d. 6. sept. 1800) Aradóttir prests að Ofanleiti, Guðlaugssonar; þau bl.
Kona 2 (10. okt. 1805): Guðlaug (f. 1774, d. 7. ág. 1859) Jónsdóttir í Unnarholti, Jónssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Guðmundur í Hróarsholti, Halldóra átti Guðmund Sumarliðason að Skúfslæk, Þuríður átti Jón Bjarnason að Efri Gegnishólum (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Guðmundur Bárðarson í Vestmannaeyjum (áður í Landeyjum) og kona hans Þórdís Vigfúsdóttir, Árnasonar. F. í Rimakoti. Lærði undir skóla hjá síra Bjarnhéðni Guðmundssyni. Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1794, stúdent 1. júní 1799, með góðum vitnisburði, var síðan í Vestmannaeyjum, fluttist að Breiðabólstað í Fljótshlíð 1805, en tók að búa á Flókastöðum 1808, vígðist 4. ág. 1816 aðstoðarprestur síra Þórhalla Magnússonar á Breiðabólstað, var þar síðan millibilsprestur til 1819, varð þá embættislaus, fekk Villingaholt 8. sept. 1821 og hélt til æviloka. Hann var gáfumaður, góður predikari og söngmaður, afbragðssmiður og verkamaður, hagmæltur, heldur góður búhöldur og vefari.
Kona 1 (20. dec, 1799): Halldóra (f. um 1775, d. 6. sept. 1800) Aradóttir prests að Ofanleiti, Guðlaugssonar; þau bl.
Kona 2 (10. okt. 1805): Guðlaug (f. 1774, d. 7. ág. 1859) Jónsdóttir í Unnarholti, Jónssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Guðmundur í Hróarsholti, Halldóra átti Guðmund Sumarliðason að Skúfslæk, Þuríður átti Jón Bjarnason að Efri Gegnishólum (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.