Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Eiríksson

(15. og 16. öld)

Prestur, ábóti. Faðir: Síra Eiríkur Einarsson á Grenjaðarstöðum (SD.). Kemur fyrst við skjöl 1515 og er þá prestur og 1520 kirkjuprestur að Hólum, ráðsmaður þar 1526, hefir haldið Mælifell eigi síðar en frá 1531, varð ábóti að Munkaþverá 1546, lét af ábótadæmi 1551, og er talið, að hann tæki aftur Mælifell. Er á lífi 1537.

Börn hans (með Þóru Ólafsdóttur, Daðasonar (sem verið hefir sonur Daða Dalaskalla), stjúpdóttur Jóns byskups Arasonar): Ólafur lögréttumaður og skáld á Hafgrímsstöðum, Þóra átti Jón á Ökrum Grímsson (lögmanns, Jónssonar), síra Björn á Völlum (öll þessi börn ættleidd 1532), Rafn (?), Helga átti 2 laundætur með Árna sýslumanni Gíslasyni (síðast að Hlíðarenda), talin síðan hafa átt Drumba-Svein í Málmey, en er líkl. vafasamt, því að hún bjó í Hnífsdal, eftir að þau Árni skildu (Dipl. Isl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.