Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Björnsson

(24. nóv. 1841–4. apr. 1929)

Prestur.

Foreldrar: Björn umboðsmaður Kristjánsson á Höfðabrekku og kona hans Álfheiður Einarsdóttir aðstoðarprests að Múla, Tómassonar. F. að Þverá í Fnjóskadal. Ólst frá 5 ára aldri upp með föðurbróður sínum, Kristjáni Kristjánssyni (síðast amtmanni). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1858, útskrifaðist úr honum 29. júní 1865, með 3. einkunn (33 stig), burtfararpróf úr prestaskóla 1866 (eftir 1 ár þar), með 2. einkunn lakari (25 st.). Fekk Hvanneyri 11. jan. 1867, vígðist 12. maí s.á., Barð 29. júní 1877, fekk þar lausn frá prestskap 15. maí 1902. Dvaldist síðan lengstum á Siglufirði og andaðist þar.

Kona (23. febr. 1865): Tngibjörg(f. 7. maí 1844, d. 25. maí 1918) Jafetsdóttir gullsmiðs í Rv., Einarssonar.

Börn þeirra: Elín, Kristinn í Höfn í Siglufirði, Ragnheiður átti Pál hreppstjóra Árnason að Yzta Mói, Þorbjörg átti Gísla Sigurð Gíslason að Höfða í Fljótum (Vitæ ord. 1867; Bjarmi 1929; Vörður 1929; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.