Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tómas Bjarnason

(28. jan. 1792–17. febr. 1861)

Hreppstjóri, dbrm.

Foreldrar: Bjarni Jónsson á Fallandastöðum í Hrútafirði og kona hans Vigdís Árnadóttir. Tók við búi á Fallandastöðum 1821 og hélt til æviloka. Búhöldur góður og bjargvættur margra, stýrði vel sveitarmálefnum og hafði forgöngu í verzlunarmálum innan héraðs. Vel látinn og vel gefinn, og sinnti nokkuð lækningum.

Kona: Salóme Magnúsdóttir hreppstjóra að Brandagili, Þórðarsonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Salóme átti Jón Daníelsson á Fallandastöðum, Tómas sst., Sigurdrífa átti Jóhann Zakaríasson á Bálkastöðum út (Útfm., Kh. 1863; Þjóðólfur 1861; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.